Dauði skógar
Skáldsaga (2020)
Tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna
Tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins
Ég ímynda mér að ég þjóti á mótorhjóli í gegnum nóttina. Að ég keyri út úr bænum og láti mig hverfa inn í myrkrið. Reyndar er ég svo gott sem horfinn. Þess vegna fór ég til Spánar, til að hverfa.
Það hefur rignt linnulaust í marga daga þegar skógurinn rennur niður hlíðina og setur allt af stað í lífi landeigandans og fjölskylduföðurins Magnúsar. Litlu seinna koma sprengjurnar í ljós. Dauði skógar er launfyndin og margræð saga um það þegar hversdagurinn fer á hvolf og dauðinn ber að dyrum.
Umsögn dómnefndar Íslensku bókmenntaverðlaunanna: „Jónas Reynir Gunnarsson tæpir á helstu málum samtímans í þessari þriðju skáldsögu sinni. Fjallað er á margræðan hátt um tengsl náttúru og manns, innri átök hans og hið óumflýjanlega í tilverunni.“
Kápa: Alexandra Buhl
Útgefandi: JPV