Kákasus-gerillinn
Skáldsaga (2022)
Bára er hugfangin af öllu sem fólk notar til að breyta líðan sinni og vinnur að hlaðvarpsþáttum um málið. Í heimildaleitinni rekst hún á Eirík Mendez, áhugaljósmyndara sem tengdist vafasömum tilraunum með ofskynjunarlyf og lést ungur að árum. Líf þeirra Báru og Eiríks fléttast saman í þessari grípandi sögu þar sem skynjun okkar á veruleikanum er ögrað.
Kápa: Alexandra Buhl
Útgefandi: Mál og menning
4.5/5 stjörnur
„Jónas Reynir er höfundur sem hefur eitthvað fram að færa og honum liggur mikið á hjarta. Það skín í gegn í Kákasus-gerlinum sem er sprengfullur af forvitnilegum hugmyndum.“
Ragnheiður Birgisdóttir / Morgunblaðið
„Kákasusgerillinn er með forvitnilegri bókum sem ég hef lesið og skilur lesandann eftir með stórar spurningar um lífið og tilveruna.“
Gréta Sigríður Einarsdóttir / Víðsjá
„Ég mæli heilshugar með Kákasusgerlinum og staðfesti hér að þetta er besta skáldsaga Jónasar Reynis til þessa. Það verður erfitt að toppa hana.“
Rebekka Sif / Lestrarklefinn
„Ég þurfti næstum því að halda aftur af mér að lesa ekki of hratt.“
Sunna Dís Másdóttir / Kiljan
„Ofsalega skemmtilegur lestur.“
Þorgeir Tryggvason / Kiljan