thvottadagur1.jpg
thvottadagur2.jpg

Þvottadagur

Ljóðabók (2019)

Hlaut Maístjörnuna.

lífið er ekki ímyndanir
það er sjúkdómar og ást

Þvottadagur er síðasti kafli þríleiks sem hófst með Leiðarvísi um þorp og hélt áfram í Stórum olíuskipum. Bókin lýsir ferðalagi milli þorps og borgar, drauma og veruleika, bernskuminninga og ástarsambanda, og meðal viðfangsefna má nefna dekkjaverkstæði, sorphirðu Reykjavíkurborgar og Michael Jordan. Ferðast er um innri og ytri veruleika í átt að áfangastað og umhverfið dregið upp með sterkum myndum.

Þvottadagur hlaut Maístjörnuna, ljóðabókaverðlaun Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Úr umsögn dómnefndar: „Þvotta­dag­ur er afar inni­halds­rík og margræð ljóðabók. Ein­kenn­andi fyr­ir ljóðin er kraft­mikið og hríf­andi mynd­mál og þótt viðfangs­efni þeirra séu gjarn­an al­var­leg er ísmeygi­legi húm­or­inn sjaldn­ast langt und­an. Þetta er sterkt og vandað verk sem vek­ur les­anda til um­hugs­un­ar og hreyf­ir við hon­um.“

Kápa: Hjálmar Kakali Baldursson
Útgefandi: Páskaeyjan

Previous
Previous

Dauði skógar

Next
Next

Krossfiskar