Millilending
Skáldsaga, 2017
Tilnefnd til Menningarverðlauna DV.
María er tuttugu og tveggja ára. Hún er komin til Reykjavíkur til að sækja litina hans Karls Kvarans. Svo ætlar hún að fara.
„Ég las þessa bók ekki – ég drakk hana í mig. Óþægilega sannfærandi portrett af Íslandi samtímans sem birtist okkur hér sem dimmt og grimmt þjóðfélag þar sem lítil hjörtu þurfa á stórum stígvélum að halda til að geta fótað sig.“
– Hallgrímur Helgason
Kápa: Halli Civelek
Útgefandi: Partus
Dönsk þýðing: Gyldendal